Í gær fór fram Bikarmótið í klassískum kraftlyftingum og Bikarmótið í bekkpressu með búnaði. Fjölmörg Íslandsmet féllu á mótunum og margir bættu sinn persónulega árangur. Kristrún Sveinsdóttir í -52 kg flokki tvíbætti Íslandsmetið (opinn flokkur) í hnébeygju með 120 kg og 126.5 kg lyftu og bætti einnig metið í bekkpressu þegar hún lyfti 78.5 kg. Þá tvíbætti hún einnig Íslandsmetið í samanlögðum árangri þar sem hún endaði með 352.5 kg í totali. Í bekkpressu með búnaði þríbætti Jón Sigurðsson Íslandsmetið í -59 kg flokki með seríuna 125-135-140 kg. Auk þessara meta í opnum flokki féllu fjölmörg met í öðrum aldursflokkum sem má sjá í nánari úrslitum.
Nánari úrslit: KLASSÍSKAR KRAFTLYFTINGAR
Nánari úrslit: BEKKPRESSA MEÐ BÚNAÐI
Stigahæstu einstaklingar urðu þessir:
Klassískar kraftlyftingar.
Konur opinn flokkur: Kristrún Sveinsdóttir
Konur Junior: Herdís Anna Ólafsdóttir
Konur Sub-junior: Eva Dís Valdimarsdóttir
Konur Master 1: Guðrún Kristjana Reynisdóttir
Konur Master 3: Elsa Pálsdóttir
Karlar opinn flokkur: Hilmar Símonarson
Karlar Junior: Þorvaldur Hafsteinsson
Karlar Sub-junior: Eduard Laur
Karlar Master 1: Bjarni Birgir Fáfnisson
Karlar Master 2: Bjarki Þór Sigurðsson
Karlar Master 3: Hörður Birkisson
Bekkpressa með búnaði.
Konur Master 1: Þóra Kristín Hjaltadóttir
Konur Master 2: Þórunn Brynja Jónasdóttir
Karlar opinn flokkur: Einar Örn Guðnason