Auðunn Jónsson átti afleitan dag á HM í dag, því miður. Honum mistókst tvisvar með byrjunarþyngd 395,0 kg í beygju, missti jafnvægi. Hann skipti um brók og reyndi við nýtt íslandsmet 415,0 kg í þriðju. Sú tilraun var tæknilega betur útfærð en þung og honum tókst ekki að klára. Hann féll þar með úr keppni.
Á bekknum endurtók martröðin sig. Tvær tilraunir við 285,0 kg mistókust og Auðunn sleppti þriðju.
Í réttstöðu þekkti maður manninn aftur þar sem hann byrjaði örugglega í 335,0 kg. Hann bað svo um 365,0 kg í annarri til að blanda sér i baráttu um verðlaunin. Hann átti góða tilraun við þá þyngd, en náði ekki að klára alveg og lyftan var dæmd af 2-1. Þar með var þessi dagur sem Auðunn vill gleyma sem fyrst, búinn og hann átti aldrei möguleika í síðustu lyftu.
Hörkukeppni um sigurinn í flokknum lauk með sigri Andrey Konovalov á nýju heimsmeti 1187,5 kg.