Boðað hefur verið til 15. ársþings Kraftlyftingasambands Íslands sem haldið verður sunnudaginn 30. mars 2025. Þingið fer fram í húsi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands við Engjaveg 6 og hefst kl. 12.00
Málefni sem aðildarfélög eða sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þinginu og framboð til formanns og stjórnar KARFT skulu berast til skrifstofu sambandsins minnst fjórum vikum fyrir þing eða eigi síðar en 2. mars. Um rétt til þingsetu er fjallað í 9.gr. laga KRAFT.
Laus sæti til umsóknar í stjórn KRAFT eru: Staða formanns KRAFT og sæti þriggja stjórnarmanna.
Dagskrá þingsins, kjörbréf og ársreikningur verða send á formenn félaga í seinna fundarboði.