Aron Friðrik Georgsson sem keppti í -120 kg flokki hefur átt betri keppnisdaga en hann féll því miður úr keppni í hnébeygjunni og fékk því ekki samanlagðan árangur skráðan á sig á þessu móti. Aron opnaði á 280 kg og lyfti þeirri þyngd af miklu öryggi en dómarar voru ósáttir við dýptina og dæmdu hana ógilda. Sama gerðist í annarri og þriðju tilraun þegar Aron lyfti 300 kg en fékk ógilt vegna dýptar. Í bekkpressu lyfti hann 180 kg og endaði svo með 280 kg í réttstöðulyftu. Aron kemur því heim reynslunni ríkari en heldur án efa ótrauður áfram þrátt fyrir þennan mótvind.
Íslenski landsliðhópurinn á EM í klassískum kraftlyftingum.