Arnhildur Anna Árnadóttir keppti í dag á HM í klassískum kraftlyftingum sem fer fram í Calgary, Kanada. Hún keppir í -72kg flokki og hefur hún verið að keppa í kraftlyftingum síðan 2012. Hún hefur tekið þátt á nokkrum alþjóðamótum og því þaulvanur keppandi. Því miður voru enga bætingar í dag en hún var þó ekki langt frá sínum besta árangri heldur. Í hnébeygjunni lyfti hún 152,5kg. Í bekkpressunni lyfti hún 80kg og svo lokaði hún deginum á 160kg réttstöðulyftu. Þetta gaf henni 392,5kg í samanlögðu.
Á morgun keppir svo Ellen Ýr Jónsdóttir í -84kg flokknum. Hún hefur keppni klukkan 19:00 á íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með henni í beinni útsendingu hér. Kraft óskar henni góðs gengis og hvetur sem flesta til þess að horfa á hana lyfta.