Arnhildur Anna Árnadóttir úr Gróttu keppti í dag á EM unglinga. Hún lenti í 5.sæti í -72 kg flokki með seríuna 165 – 90 – 160 = 415 kg og bætti sig um 5 kg frá Norðurlandamótinu í febrúar.
Markmiðið hafði verið sett ennþá hærra, en hún má vel við una að hafa klárað þetta mót vel, bætt sig og sýnt mikinn karakter þegar hún klikkaði tvisvar á bekknum með 87,5 kg og tók svo 90 kg örugglega í þriðju. Hún átti líka góða tilraun við 167,5 kg í réttstöðulyftu sem hefði dugað í verðlaunasæti. Það kemur næst.
Beygjan er Íslandsmet unglinga í þessum flokki.