Skip to content

Viktor evrópumeistari drengja!

  • by

Viktor Ben Gestsson, 16ára gamall úr Breiðablik, kom, sá og sigraði í +120,0 kg flokki drengja á EM í dag.
Undir styrkri stjórn Grétars landsliðsþjálfara gerði Viktor sig lítið fyrir og lék á rússann Yakovlov sem klúðraði síðustu réttstöðulyftu sinni og missti af gullinu.
Viktor lyfti 225 – 232,5 – 242,5 í hnébeygju án þess að blása úr nös. Hann tók 180-190-200 kg álíka auðveldlega á bekknum og hafði þá fengið 18 hvít ljós. Í réttstöðu lyfti hann 230 og 240 og lagði svo allt undir með 255 í þriðju tilraun. Það reyndist of þungt og hann endaði í 682,5 kg sem er 25 kg persónuleg bæting og það dugði honum í fyrsta sætið samanlagt.

Viktor ber því titilinn Evrópumeistari í +120,0 kg flokki drengja með réttu!
Við óskum honum og hans stuðningsliði innilega til hamingju.
viktor