Skip to content

Alvar Logi með Íslandsmet á HM unglinga.

Alvar Logi Helgason átti mjög gott mót á HM unglinga í klassískum kraftlyftingum og bætti árangur sinn í öllum greinum, ásamt því að setja Íslandsmet. Alvar sem keppir í -105 kg flokki fékk allar lyftur í hnébeygjunni gildar og lyfti þar mest 255 kg sem er persónuleg bæting hjá honum um 5 kg. Bekkpressan gekk líka mjög vel hjá honum þar sem hann sér lítið fyrir og bætti Íslandsmet unglinga um 2.5 kg þegar hann lyfti 170 kg. Í réttstöðulyftu fór hann svo upp með 280 kg sem er 10 kg bæting hjá honum í greininni. Samanlagt lyfti hann 705 kg og hafnaði í 24. sæti í þyngdarflokknum. Virkilega góðar bætingar hjá Alvari og það verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni.

Til hamingju með árangurinn!