Alex Cambray Orrason keppti fyrstur Íslendinganna á HM í kraftlyftingum með búnaði sem stendur nú yfir í Reykjanesbæ. Alex sem keppir í -93 kg flokki lyfti 345 kg í hnébeygju sem skilaði honum sjötta sæti í greininni og í bekkpressu jafnaði hann sinn besta árangur með lyftu upp á 212.5 kg. Í réttstöðu lyfti hann mest 280 kg en var hársbreidd frá því að fara upp með 290 kg. Samanlagður árangur hans varð 837.5 kg. sem er mjög nálægt hans eigin Íslandsmeti og gaf honum 9. sætið í þyngdarflokknum.
Til hamingju Alex með árangurinn!