Ármenningar eru nú á fullu að búa sig undir Bikarmótið og Íslandsmótið í réttstöðu sem framundan eru, en þeir ætla sér stóra hluti þar og munu mæta með öflugt lið sem ætlar að sanka að sér stigum í stigakeppni liða.
Nú er loksins svo komið að deildin hefur gengið frá samningum um örugga og góða æfingaraðstöðu, en hingað til hafa ármenningar þurft að gera sér það að góðu að æfa hér og þar um bæinn. Með öruggu aðgengi að góðri aðstöðu verður allt annar grunnur undir uppbyggingu deildarinnar.
Nú þegar æfingaraðstaðan er komið í höfn er næsta stóra málið réttstöðumótið á Reykjavik International Games í janúar. Kraftlyftingadeild Ármanns er mótshaldari og undirbúningur er hafinn. Til stendur að fá erlenda gestakeppendur bæði í karla- og kvennaflokki, og búast má við skemmtilega keppni og mikla umfjöllun í fjölmiðlum jafnvel beina sjónvarpsútsendingu frá mótinu.
Það er frábært að fá kraftlyftingar inn sem keppnisgrein á RIG og upplagt fyrir keppendur og áhugamenn að merkja strax við 15.janúar í dagbókinni. http://www.rig.is/sports/powerlifting