Skip to content

Kraftlyftingafélag Akraness

  • by

Starf Kraftlyftingafélags Akraness stendur með miklum blóma, en þar eru menn búnir að gera upp æfingaraðstöðuna sína og hyggja á bætingar.

Sigurjón Pétursson formaður Kraft og varaformaðurinn Guðjón Hafliðason hittu stjórnina á fundi í herbúðum þeirra á Akranesi þriðjudaginn 21. september sl.

Heimsóknin var einkar ánægjuleg og áttu þeir félagar gott spjall við drífandi og áhugasama Skagamenn.

Eftir fundinn var kíkt á lyftingaraðstöðuna og stórgóð tækin, hnébeygjustatíf og bekk, smíðuð af Baldvin „bekk”.
Nokkrir fundarmanna tóku æfingu og urðu þeir Sigurjón og Guðjón þar vitni að frábærum tilþrifum 17 ára nýliða í kraftlyftingum, sem er í raun nýbyrjaður að æfa. Drengurinn heitir Jón Haukur Pálmarson 17 ára og gerði hann sér lítið fyrir og jafnaði Íslandsmetið í sínum þyngdarflokki í réttstöðulyftu  þarna á æfingunni. Hann skellti sem sagt upp 180 kg. 
Jón Haukur stefnir að því að keppa á Bikarmótinu, og verður sjálfsagt ekki eini Skagamaðurinn sem lætur til sín taka þar.

Félagið heldur Íslandsmeistaramótið í bekkpressu eftir áramót, en keppendur geta hlakkað til ef framkvæmdin verður í líkingu við mótið sem þeir héldu í fyrra.

Tags:

Leave a Reply