Matthildur Óskarsdóttir, 15 ára stúlku úr Gróttu, keppti í dag á Norðurlandamóti unglinga í klassískum kraftlyftingum í Finnlandi.
Hún keppti í -72 kg flokki stúlkna og lenti þar í 3.sæti með 275 kg í tótal.
Sigurvegarinn í flokknum var Henna Kaasalainen frá Finnlandi
Matthildur tók seríuna 110 – 60 – 105 og bætti sig þar með í hnébeygju og samanlagt. Þær tölur eru um leið ný íslandsmet í stúlknaflokki.
Við óskum Matthildi til hamingju með verðlaun,ný met og bætingar á hennar fyrsta stórmóti.