Ekkert gékk upp hjá Maríu Guðsteinsdóttur á EM í kraftlyftingum í dag, en hún náði því miður ekki að klára mótið. Hún vigtaði 74,6 kg og var léttust í -84,0 kg flokki.
María reyndi við 180 – 182,5 – 182,5 í hnébeygju, en allar tilraunirnar voru of grunnar og dæmdar af. Það var mjög svekkjandi, því ekki virtist hana skorta styrkinn.
Á bekknum tók María 107,5 – 112,5 kg örugglega, en mistókst með tilraun til Íslandsmets, 117,5 kg í þriðju. Í réttstöðu lyfti hún 170 og 180 kg, en 185 reyndist of þungt.