Birgir Viðarsson hefur ákveðið að segja sig úr stjórn Kraftlyftingasambands Íslands af persónulegum ástæðum. Aron Teitsson tekur sæti hans.
Birgir hefur verið virkur í kraftlyftingaheiminum í áratugi, eða allt frá stofnun “gamla KRAFT”, bæði sem keppandi og í trúnaðarstörfum. Þegar Kraftlyftingasamband Íslands var stofnað innan ÍSÍ var Birgir kjörinn í fyrstu stjórn.
Dómgreind hans og yfirburða reynslu hefur nýst vel í því starfi og hefur hann oftar en einu sinnu þurft að hafa vit fyrir sér óreyndari stjórnarmönnum.
Samstarfsmenn í stjórn þakka honum af heilum hug fyrir skemmtilegar stundir og allt hans starf í þágu sambandsins. Undir taka eflaust margir núverandi og fyrrverandi félagar hans.