Kraftlyftingasamband Íslands ætlar að bjóða upp á sérgreinahlutann í Þjálfara 1 námi ÍSÍ í haust. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið verður upp á sérhæft nám fyrir kraftlyftingaþjálfara og lítur KRAFT á það sem undirstöðuatriði í áframhaldandi uppbyggingu íþróttarinnar að öll félög eignist menntaðan þjálfara.
Nauðsynlegur undanfari sérgreinahlutans er almenni hluti þjálfara 1 hjá ÍSÍ, eða annað sambærilegt nám sem ÍSÍ metur jafngilt.
Námið er 60 tímar og skiptist svona:
– Skyndihjálparnámskeið – 16 tímar
– Keppnisreglur IPF og KRAFT, lög og reglugerðir KRAFT – 10 tímar
– Þjálfun. (Tækni, greining/ástandsmat keppandans, skipulag æfingatíma. leikfræði/taktík, rétt næring, notkun búnaðar, undirbúningur og aðstoð í keppni) – 34 tímar
Námskeiðið hefst dagana 20-23 september, en þá kemur mjög fær fyrirlesara frá norska sambandinu og kennir þjálfun.
Skráning hefst fljótlega og fer fram gegnum félögin. Þetta er gert til að tryggja að menntunin nýtist þeim til uppbyggingar, og að þeir sem fara í námið á vegum síns félags skili þekkinguna inn í hópinn. Þeir sem hafa áhuga á að vera með ættu að hafa samband við sitt félag og taka helgina 20-23 september frá.