Halldór Eyþórsson vann í dag bronsverðlaun á EM öldunga í kraftlyftingum.
Hann lenti í þriðja sæti í -83,0 kg flokki karla 50-60 ára með samtals 637,5 kg.
HEILDARÚRSLIT
Halldór fékk auk þess silfurverðlaun í hnébeygju með 252,5 kg. Í bekk tók Halldór 140 kg og átti tvær tilraunir við 145,0 kg en það reyndist of þungt í dag.
Í réttstöðu lyfti Halldór 245 kg. Honum mistókst við 250 kg í þriðju tilraun og hann varð þess vegna að naga neglurnar og bíða á meðan keppninautar hans gerðu harða atlögu að bronsinu.
Á endanum reyndist Halldór vera sá sterkasti og við getum óskað honum til hamingju með bronsið, hann er vel að verðlaunum kominn.
Erik Rasmussen fra Danmörku sigraði í flokknum með 692,5 kg.