Á morgun hefst í Svíþjóð keppni á fyrsta heimsbikarmóti IPF í kraftlyftingum án útbúnaðar. 170 keppendur eru skráðir til leiks, 110 karlar og 60 konur. Heimasíða mótsins: https://sites.google.com/site/worldcupstockholm/
Live streaming verður á netinu: http://styrkelyft.qrodo.tv/
Mikil umræða hefur lengi átt sér stað í kraftlyftingaheiminum um ágæti þess að nota sérútbúnað í keppni og sýnist sitt hverjum. Öfgafyllstu útgáfurnar af bekkpressusloppum hafa hleypt vatni á myllu þeirra sem telja slíkar græjur skaðlegar bæði fyrir keppendur og ímynd íþróttarinnar og vilja helst bara keppa “á kjötinu”. Á meðan finnst öðrum útbúnaðurinn sjálfsagður og rétt beiting hans vera mikilvægur liður í keppninni.
IPF hefur ákveðið að koma til móts við þá sem vilja keppa RAW með því að halda nú í fyrsta sinn heimsbikarmót án útbúnaðar og nefna það Classic Powerlifting. Sérstakur stuðningsaðili mótsins er Eleiko. Sérstakar reglur um leyfilegan fatnað hafa verið birtar og lágmarksviðmið um heimsmet hafa verið sett.
það verður gaman að fylgjast með árangur manna á þessu móti og hvernig framhaldið verður í umræðunni um að vera eða ekki vera í búnaði.