Strákarnir í Kraftlyftingafélagi Garðabæjar, Heiðrúnu, eru þessa dagana að leggja lokahöndina á nýjan æfingasal.
Með góðum stuðningi frá bæjarfélaginu hafa þeir útbúið nýjan kraftlyftingasal í Ásgarði. Salurinn er aðalæfingaaðstaða KFGH og verður einnig nýttur undir styrktarþjálfun afreksíþróttamanna í Garðabæ. Salurinn er vel búinn búnaði og öllu því sem þarft til að æfa kraftlyftingar af viti.
Fyrirmyndarfélagið býður sem sagt upp á fyrirmyndar aðstöðu sem gerir félaginu auðveldara að fjölga meðlimum og bæta árangur sinn.
Við óskum Heiðrúnarmönnum til hamingju með aðstöðuna.
Keppinautar þeirra fá að kynnast aðstöðunni fljótlega, en nú styttist í að félagið haldi sitt fyrsta mót og verður það væntanlega haldið í Ásgarði.