Skip to content

Ársþing KRAFT – Dagskrá

Sunnudaginn 30. mars fer fram 15. ársþing Kraftlyftingasambands Íslands. Þingið fer fram í húsi Íþrótta- og Ólympísambands Íslands að Engjavegi 6 (B-salur). Þingstörf hefjast kl. 12:00.

Dagskrá:
1. Þingsetning og staðfesting lögmæti þingsins í samræmi við lög þessi 
2. Þinggerð síðasta þings lögð fram 
3. Kosning þingforseta og varaþingforseta 
4. Kosning þingritara og varaþingritara 
5. Kosning eftirfarandi nefnda: 
a. Þriggja manna kjörbréfanefndar
b. Þriggja manna fjárhagsnefndar
c. Þriggja manna laganefndar
d. Þriggja manna allsherjarnefndar
e. Þingið getur ákveðið með meirihluta greiddra atkvæða að skipa aðrar nefndir til að fjalla um einstök mál
6. Ávörp gesta 
7. Álit kjörbréfanefndar lagt fram til samþykktar 
8. Skýrsla fráfarandi stjórnar kynnt 
9. Endurskoðaðir ársreikningar KRAFT lagðir fram
10. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga og reikningar bornir undir atkvæði 
11. Fjárhagsáætlun og starfsáætlun stjórnar KRAFT fyrir næsta starfsár lögð fram, rædd og borin undir atkvæði
12. Tillögur að lagabreytingum, sem og aðrar tillögur 
13. Álit þingnefnda og tillögur og atkvæðagreiðslur um þær 
14. Ákvörðun um þátttökugjöld í Íslands-og bikarmótum næsta keppnistímabils 
15. Kosning formanns, stjórnar KRAFT, tveggja skoðunarmanna ársreikninga og tveggja til vara, formanna fastanefnda sambandsins, fulltrúa á næsta reglulega þing ÍSÍ í samræmi við lög ÍSÍ
16. Önnur mál 
17. Þingslit 

Tillögur og mál sem eru lögð fyrir þingið:

1. Tillaga stjórnar KRAFT um breytingar á lögum KRAFT. Um er að ræða breytingu á lögum KRAFT þess efnis að festa í sessi hlutverk stjórnar sem úrskurðaraðila í málum sem upp kunna að koma innan kraftlyftingahreyfingarinnar í stað þess að flestum málum sé vísað beint til dómstóla ÍSÍ. Einnig eru lagðar til nokkrar minni breytingar og uppfærslur.

Að venju verða veittar viðurkenningar til kraftlyftingafólks ársins og til stigahæstu liðanna, ásamt öðrum heiðursviðurkenningum.