Skip to content

Aníta og Sigríður með gull í kraftlyftingum á Special Olympics.

Íslensku keppendurnir hafa allir lokið keppni í kraftlyftingum á Special Olympics með góðum árangri. Hópurinn stóð sig mjög vel og margir sem bættu sinn persónulega árangur. Úrslit urðu eftirfarandi:

Aníta Ósk Hrafnsdóttir sem keppir í -63 kg flokki vann til gullverðlauna í sínum þyngdarflokki. Aníta lyfti 80 kg í hnébeygju, 47.5 kg í bekkpressu og 90 kg í réttstöðu en samanlagður árangur hennar var 217.5 kg. 

Í +84 kg flokki voru fjórir keppendur skráðir til leiks þar á meðal þrjár íslenskar konur sem röðuðu sér í þrjú efstu sætin. Sigurvegari í flokknum og varð Sigríður Sigurjónsdóttir sem lyfti samanlagt 307.5 kg, önnur varð systir hennar Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir með 290 kg í samanlögðu og bronsið hlaut þriðja systirin María Sigurjónsdóttir sem lyfti 237.5 kg.

Tveir íslenskir keppendur kepptu svo í -93 kg flokki. Þar vann Guðfinnur Vilhelm Karlsson til silfurverðlauna en samanlagður árangur hans var 282.5 kg og Sigurjón Ólafsson vann til bronsverðlauna með 180 kg í samanlögðum árangri. Þá vann Emil Steinar Ólafsson silfurverðlaun í -120 kg flokki en hann lyfti samanlagt 430 kg.

Til hamingju með árangurinn!