Þá er EM unglinga í klassískum kraftlyftingum lokið og er óhætt að segja að framtíðin sé björt hjá íslenska unglingalandsliðinu. Okkar síðustu keppendur á mótinu voru þau: Kolbrún Katla Jónsdóttir, Róbert Guðbrandsson og Stefán Dreyer.
Kolbrún Katla Jónsdóttir stóð sig mjög vel og landaði silfurverðlaunum í hnébeygju. Kolbrún keppti í +84 kg flokki og lyfti mest 210 kg í hnébeygju, 92.5 kg í bekkpressu og 192.5 kg í réttstöðulyftu. Samanlagt lyfti hún 495 kg sem er mjög nálægt hennar besta árangri og skilaði henni 4. sætinu í flokknum.
Róbert Guðbrandsson keppti í -120 kg flokki og var með góðar bætingar í hnébeygju, bekkpressu og samanlögðum árangri. Róbert lyfti 270 kg í hnébeygju, 185 kg í bekkpressu og 255 kg í réttstöðu. Samanlagður árangur hans varð 710 kg sem er bæting um 22.5 kg og gaf honum 18. sætið.
Stebastiaan Dreyer keppti líka í -120 kg flokki þar sem hann bætti sig í öllum greinum og hafnaði í 12. sæti. Í hnébeygju gerði hann sér lítið fyrir og bætti Íslandsmetið í opnum flokki þegar hann lyfti 310 kg. Í bekkpressu lyfti hann svo 170 kg og í réttstöðu endaði hann með 272.5 kg. Samanlagt lyfti hann 752.5 kg sem er 32.5 kg bæting á hans heildarárangri.
Til hamingju öll með góðan árangur!