Skip to content

Arnar með bætingar á EM í klassískum kraftlyftingum.

Tveir Íslendingar hafa nú lokið keppni á Evrópumóti unglinga í klassískum kraftlyftingum. Fyrstur til að lyfta var Daniel Riley sem keppir í -74 kg flokki en Daniel lyfti 182.5 kg í hnébeygju, 130 kg í bekkpressu og 182.5 kg í réttstöðulyftu. Samanlagt lyfti hann 495 kg og hafnaði í 10. sæti á sínu fyrsta Evrópumóti. Þá keppti Arnar Gaui Björnsson í -83 kg flokki en þetta var einnig hans fyrsta Evrópumót. Arnar lyfti mest 200 kg í hnébeygju sem er jöfnun á hans besta og í bekkpressu lyfti hann 150 kg sem er persónuleg bæting hjá honum um 7.5 kg. Í réttstöðu fór hann svo upp með 240 og bætti sig um 10 kg í greininni. Samanlagt lyfti hann 590 kg sem gaf honum 18. sætið í flokknum.

Til hamingju með fyrsta Evrópumótið og árangurinn!