Stjórn KRAFT samþykkti á fundi sínum í dag tillögu landsliðsnefndar að uppfærðum lágmörkum fyrir landsliðsverkefni. Lágmörkin gilda fyrir landsliðsverkefni á árunum 2025 og 2026. Lágmörkin eru eins og áður reiknuð útfrá árangri á helstu alþjóðamótum síðastliðinna ára sem íslenskir keppendur eiga möguleika á að keppa á. Núverandi lágmörk höfðu staðið óbreytt í fjögur ár. Ástæðan fyrir því að lágmörk sem sett voru fyrir árin 2021 og 2022 voru látin gilda áfram fyrir árin 2023 og 2024 var að veruleg röskun varð á alþjóðlegu mótahaldi vegna Covid á fyrri hluta tímabilsins.