Skip to content

ÍM í klassískum kraftlyftingum í opnum flokki – Tilmæli til félaga varðandi fjölda keppenda.

Kraftlyftingar eru ört stækkandi íþrótt sem eru auðvitað mjög ánægjulegt. Nú er hins vegar svo komið að fjöldi keppenda á ÍM í klassískum kraftlyftingum í opnum flokki er orðinn mjög mikill. Því vill stjórn KRAFT beina þeim tilmælum til félaganna að stýra þátttöku keppenda á komandi mót í október nk. Ákveðið var að fara frekar þessa leið í stað þess að setja bein lágmörk fyrir mótið. Þannig verði reynslumeiri keppendur í opnum flokki í forgangi en þeir sem eru byrjendur, eru að keppa í fyrsta sinn og keppendur í öðrum aldursflokkum, keppi frekar á unglinga-, öldunga- og æfingamótum. Við val á keppendum væri t.d. gott að nota 70 IPF GL stig til hliðsjónar. Athugið að hér verið að tala um ÍM í klassískum kraftlyftingum í opnum flokki, ekki aðra aldursflokka.