Guðný Ásta Snorradóttir og Laufey Agnarsdóttir áttu báðar frábæran dag á Evrópumótinu í klassískri bekkpressu þar sem þær kepptu báðar í +84 kg flokki, M2. Keppnin var hnífjöfn og fór svo að þær tryggðu sér báðar verðlaunasæti í spennandi keppni. Laufey lyfti 95 kg í fyrstu tilraun og fór svo í 97.5 kg sem var þyngsta lyfta dagsins hjá henni og skilaði henni bronsverðlaunum. Guðný, sem var í baráttu um gullverðlaun, opnaði á 100 kg og tvíbætti síðan sitt eigið Íslandsmet í M2 þegar hún lyfti næst 102.5 kg og 105 kg. Ansi mjótt var á munum á milli hennar og Evu Mariu Gall frá Þýskalandi og átti Guðný góða möguleika á gullinu. Eva Maria náði hins vegar að lyfta 107.5 kg í sinni síðustu tilraun þannig að silfrið kom í hlut Guðnýjar.
Glæsilegur árangur hjá okkar konum. Til hamingju með verðlaunin!