Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands úthlutaði í dag styrkjum til afreksmanna sinna.
Þrír kraftlyftingamenn hlutu styrk.
Auðunn Jónsson, Breiðablik, hlaut 960.000 króna B-styrk Afrekssjóðs ÍSÍ, María Guðsteinsdóttir, Ármanni, hlaut 480.000 króna C-styrk úr sjóðnum og Júlían J.K. Jóhannsson, Ármanni, hlaut 150.000 króna styrk úr Styrktarsjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna.
Þau hafa svo sannarlega unnið fyrir þessu öll þrjú. Við óskum þeim til hamingju með þeirri viðurkenningu sem í þessu felst og vonum að það verður þeim hvatning til nýrra afreka á árinu.