Evrópumeistaramót öldunga í klassískum kraftlyftingum fer fram dagana 12.–18. febrúar en að þessu sinni er mótið haldið í Malaga á Spáni. Kraftlyftingasamband Íslands teflir fram mjög stórum hópi og hvorki meira né minna en ellefu keppendur munu stíga á pall og keppa fyrir Íslands hönd.
Keppendur og keppnisdagskrá íslenska landsliðsins:
Mánudagur 12. febrúar
Sæmundur Guðmundson -74 kg flokki M4 kl. 8.00
Páll Bragason -83 kg flokki M4 kl. 8.00
Elsa Pálsdóttir -76 kg flokki M3 kl. 18.00
Þriðjudagur 13. febrúar
Hörður Birkisson -74 kg flokki M3 kl. 8.00
Helgi Briem -93 kg flokki M3 kl. 8.00
Miðvikudagur 14. febrúar
Þórunn Brynja Jónasdóttir -84 kg flokki M2 kl. 8.00
Guðný Ásta Snorradóttir +84 kg flokki M2 kl. 11.30
Fimmtudagur 15. febrúar
Sturla Ólafsson -105 kg flokki M2 kl. 12.30
Föstudagur 16. febrúar
Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir -63 kg flokki M1 kl. 17.30
Laugardagur 17. febrúar
Benedikt Björnsson -93 kg flokki M1 kl. 8.00
Hrefna Jóhannsdóttir Sætran -76 kg flokki M1 kl. 12.00
Í fylgd með keppendum verða Kristleifur Andrésson yfirþjálfari og honum til aðstoðar verða Þórunn Brynja Jónasdóttir og Hinrik Pálsson. Þórunn Brynja mun jafnframt sinna störfum alþjóðadómara á mótinu.
Bein útsending verður frá mótinu. Sjá hér.
Áfram Ísland!