Skip to content

Landsliðsval 2024.

Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur samþykkt úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna verkefna ársins 2024 til Kraftlyftingasambands Íslands. Í framhaldi af því hefur landsliðsnefnd farið yfir tilnefningar félaga í landsliðsverkefni 2024 og lagt tillögu fyrir stjórn KRAFT.

Við val á keppendum í landsliðsverkefni er horft til 3. greinar verklagsreglna KRAFT um val í landslið:

Skilyrði fyrir landsliðsþáttöku:

Keppandi skal

a. vera íslenskur ríkisborgari eða hafa haft fasta búsetu á Íslandi í a.m.k. 3 ár.
b. hafa verið félagi í aðildarfélagi KRAFT í a.m.k. 12 mánuði fyrir mót. Hægt er að veita undanþágu frá þessu skilyrði ef um keppendur undir 18 ára aldri er að ræða.
c. hafa náð landsliðslágmörkum fyrir viðkomandi mót á tímabili sem nær yfir næstliðið ár og allt að 70 dögum fyrir upphaf móts.
d. hafa tekið þátt í, án þess að hafa fallið úr keppni, a.m.k. tveimur meistaramótum á mótaskrá KRAFT eða mótum sem viðurkennd eru af IPF á næstliðnu ári. Veita má undanþágu frá þessu skilyrði vegna sérstakra aðstæðna, svo sem ef meiðsl eða veikindi keppanda hafa hamlað þátttöku í mótum á liðnu ári.
e. taka þátt á meistaramóti KRAFT í viðkomandi grein á árinu. Ef keppandi keppir í þrílyftu skal hann taka þátt í meistaramóti KRAFT í þrílyftu á árinu.
f. hafa með orðum sínum og hegðun verið sjálfum sér og íþróttinni til sóma.
g. hafa skrifað undir landsliðssamning.

Stjórn KRAFT hefur yfirfarið tillöguna og hafa eftirfarandi keppendur verið valdir til þátttöku á alþjóðamótum á árinu. Áður var búið að birta lista yfir keppendur á EM öldunga í klassískum kraftlyftingum og EM í opnum flokki í klassískum kraftlyftingum. Þetta val er birt með þeim fyrirvara að sumir keppenda eiga eftir að ná lágmörkum, eins getur þurft að gera breytingar vegna fjöldatakmarkana á mótin (einkum NM unglinga) og fyrirvara um önnur atriði sem kunna að hafa áhrif á valið.

EM ÖLDUNGA Í KRAFTLYFTINGUM (BÚNAÐUR) 1.– 4. MAÍ
Sæmundur Guðmundsson   -74 kg M4

EM Í KRAFTLYFTINGUM (BÚNAÐUR) 7.–12. MAÍ
OPINN FLOKKUR OG UNGLINGAFLOKKAR
Sóley Margrét Jónsdóttir  +84 kg opinn flokkur
Alex Cambray Orrason   -93 kg opinn flokkur
Guðfinnur Snær Magnússon   +120 kg opinn flokkur

HM Í KLASSÍSKUM KRAFTLYFTINGUM 16.–23. JÚNÍ                                                          
Kristrún Ingunn Sveinsdóttir   -52 kg
Drífa Ríkarðsdóttir   -57 kg
Arna Ösp Gunnarsdóttir   -69 kg
Lucie Stefaniková   -76 kg
Kristín Þórhallsdóttir   -84 kg
Friðbjörn Bragi Hlynsson   -83 kg
Alexander Örn Kárason   -93 kg
Viktor Samúelsson   -105 kg
Aron Friðrik Georgsson   -120 kg
Þorsteinn Ægir Óttarsson   +120 kg

EM Í BEKKPRESSU (KLASSÍSK OG BÚNAÐUR) 5.–11. ÁGÚST
ALLIR ALDURSFLOKKAR

Elín Melgar Aðalheiðardóttir   klassísk bekkpressa, -69 kg opinn flokkur
María Kristbjörg Lúðvíksdóttir   klassísk bekkpressa, +84 kg M1
Laufey Agnarsdóttir   klassísk bekkpressa, +84 kg M2
Ingimundur Björgvinsson   klassísk bekkpressa, -120 kg M1

HM UNGLINGA Í KRAFTLYFTINGUM (KLASSÍK OG BÚNAÐUR) 28.ÁGÚST–8. SEPT.
Kolbrún Katla Jónsdóttir   +84 kg Junior
Máni Freyr Helgason   -83 kg Junior
Alvar Logi Helgason   -105 kg Junior
Róbert Guðbrandsson   -120 kg Junior

NM UNGLINGA Í KRAFTLYFTINGUM OG BEKKPRESSU (KLASSÍK, BÚNAÐUR) SEPT.
Klassískar kraftlyftingar:

Jóhanna Rún Steingrímsdóttir   -52 kg Sub-junior
Haniem Khalid   -63 kg Sub-junior
Eva Dís Valdimarsdóttir   -63 kg Sub-junior
Þórdís Unnur Bjarkadóttir   -63 kg Sub-junior
Bríet Eiríksdóttir   +84 kg Junior
Birgitta Sveinsdóttir   -69 kg Junior
Hólmgrímur Hólmgrímsson   -59 kg Sub-junior
Ragnar Ingi Ragnarsson   -66 kg Sub-junior
Gunnar Ragnarsson   -74 kg Sub-junior
Andri Fannar Aronsson   -74 kg Sub-junior
Stefán Aðalgeir Stefánsson   -83 kg Sub-junior
Andrés Þór Jóhannsson   -83 kg Sub-junior
Anton Haukur Þórlindsson   -83 kg Sub-junior
Helgi Kristberg Ólafsson   -93 kg Sub-junior
Þórður Skjaldberg   -105 kg kg Sub-junior
Kolbeinn Óli Gunnarsson   -105 kg kg Sub-junior
Signý Lára Kristinsdóttir   -69 kg Junior
Daniel Patrick Riley   -74 kg Junior
Arnar Gaui Björnsson   -83 kg Junior
Marcos Péres Valencia   -83 kg Junior
Logi Snær Gunnarsson   -93 kg Junior
Hinrik Veigar Hinriksson   -105 kg Junior
Helgi Jón Sigurðsson   -105 kg Junior
Alvar Logi Helgason   -105 kg Junior
Steinar Bragi Jónsson   -105 kg Junior
Sebastian Dreyer   -120 kg Junior
Emil Grettir Grettisson   -120 kg Junior
Kraftlyftingar (búnaður):
Einar Rafn Magnússon   -120 kg Junior

VESTUR-EVRÓPU KEPPNIN (KLASSÍK OG BÚNAÐUR) 13.–15. SEPT.
Klassískar kraftlyftingar:
Kristrún Ingunn Sveinsdóttir   -57 kg
Arna Ösp Gunnarsdóttir   -69 kg
Lucie Stefaniková   -76 kg
Kristín Þórhallsdóttir   -84 kg
Þorbjörg Matthíasdóttir   +84 kg
Hanna Jóna Sigurjónsdóttir   +84 kg
Kristjana M. Steinsgrímsdóttir   +84 kg
Hilmar Símonarson   -74 kg
Harrison Asena Kidaha   -93 kg
Jón Dan Jónsson   -105 kg
Aron Friðrik Georgsson   -120 kg

EM UNGLINGA Í KLASSÍSKUM KRAFTLYFTINGUM 6.–13. OKT.
Signý Lára Kristinsdóttir   -69 kg Junior
Kolbrún Katla Jónsdóttir   +84 kg Junior
Daniel Patrick Riley   -74 kg Junior
Arnar Gaui Björnsson   -83 kg Junior
Hinrik Veigar Hinriksson   -105 kg Junior
Róbert Guðbrandsson   -120 kg Junior  
Sebastian Dreyer   -120 kg Junior

HM ÖLDUNGA Í KRAFTLYFTINGUM (KLASSÍK OG ÚTBÚNAÐUR) 13.–20. OKT.
Klassískar kraftlyftingar:
Guðrún Kristjana Reynisdóttir   -63 kg M1
Þóra Kristín Hjaltadóttir   -84 kg M1
Elsa Pálsdóttir   -76 kg M3
Jón Grétar Erlingsson   -93 kg M1
Benedikt Björnsson   -93 kg M1
Sturla Ólafsson   -105 kg M2
Helgi Briem   -93 kg M3
Hörður Birkisson   -74 kg M3
Jens Elís Kristinsson   -105 kg M3
Sæmundur Guðmundsson   -74 kg M4
Kraftlyftingar (búnaður):
Sæmundur Guðmundsson   -74 kg M4

HM Í KRAFTLYFTINGUM (BÚNAÐUR) 11.–17. NÓV.
Sóley Margret Jónsdóttir   +84 kg
Alex Cambray Orrason   -93 kg
Júlían J. K. Jóhannsson   -120 kg
Guðfinnur Snær Magnússon   +120 kg