Alvar Logi Helgason hefur lokið keppni á EM. Hann keppti í -93kg flokki unglinga og lenti í 19.sæti af 22.
Hann lyfti 230 – 150 – 265 = 645 kg, sem er persónuleg bæting um 5 kg.
Alvar er á öðru keppnisári í kraftlyftingum og var meðal yngstu keppenda í flokknum. Hann stefnir á frekari bætingar á næsta tímabili og reynslan frá EM verður dýrmæt í þeirri vinnu.
Við óskum honum til hamingju með mótið og bætingarnar.
Á morgun hefst keppni í opnum flokki. Meðal keppenda er Hilmar Símonarson í -66kg flokki.
Okkar maður stígur á sviðið kl.13.00