Skip to content

Heimsmeistaramótið í kraftlyftingum 7.-13. nóvember

  • by

Heimsmeistaramót karla og kvenna í kraftlyftingum hefst í Pilzen í Tékklandi á mánudag. Á mótinu keppa 156 karlar og 91 konur frá 42 löndum í öllum heimsálfum. 

Fyrir hönd Íslands keppa María Guðsteinsdóttir, Ármanni,  í -63,0 kg flokki kvenna og Auðunn Jónsson, Breiðablik, í +120,0 kg flokki karla. Þeim til aðstoðar verða Klaus Jensen og Grétar Hrafnsson. Klaus mun auk þess dæma á mótinu. 

Alþjóða kraftlyftingasambandið IPF heldur ársþing sitt í tengslum við mótið og mun Gry Ek, ritari KRAFT, sitja þingið.

María keppir miðvikudaginn 9.nóvember kl. 14.00 að staðartíma.
Í hennar flokki eru 22 keppendur: http://www.powerlifting-ipf.com/47.html

Auðunn keppir sunnudaginn 13.nóvember kl. 10.00.
Hann mætir 23 sterkum mótherjum í sínum flokki: http://www.powerlifting-ipf.com/47.html

Bein útsending verður frá mótinu: http://goodlift.info/live.php

Heimasíða mótsins: http://www.powerlifting-czech.eu/

Leave a Reply