Skip to content

EM í klassískum kraftlyftingum

  • by

Evrópumótið í klassískum kraftlyftingum stendur nú yfir í Västerås í Svíþjóð.
Íslenski hópurinn fer út á morgun og keppir í lok vikunnar. Þeim til halds og trausts verða Auðunn Jónsson, Hinrik Pálsson og Aron Ingi Gautason, en Aron mun jafnframt dæma á mótinu.
Við óskum þeim öllum góðs gengis!

Föstudaginn 10.des – kl 09.00
Hilmar Símonarson -66.kg flokkur
Hilmar, Kraftlyftingafélag Ólafsfjarðar, keppir á sínu fyrsta alþjóðamóti og er fyrsti íslenski keppandinn í þessum þyngdarflokki. PB: 523 kg
Laugardaginn 11.des – kl 09.00
Birgit Rós Becker -76 kg flokkur
Birgit fer á EM í fjórða sinn, en hún náði 10.sæti á HM í september. PB: 452,5 kg
Laugardaginn 11.des -13.00
Viktor Samúelsson -105 kg flokkur
Viktor á langan keppnisferil að baki  og náði 6.sæti á HM í klassískum kraftlyftingum í september sl. Viktor á öll íslandsmet í sínum flokki og hefur fjórum sinnum verið kjörinn íþróttamaður Akureyrar. PB: 800 kg
Sunnudaginn 12.des – kl 09.00
Kristín Þórhallsdóttir -84 kg flokkur
Kristín á öll íslandsmet í sínum flokki. Hún hefur jafnað Evrópumetið í hnébeygju og er 5 kg frá Evrópumetinu samanlagt. Kristín vann bronsverðlaun á HM í klassískum kraftlyftingum í september sl. og er skráð á EM hæst í sínum flokki. PB: 552,5 kg
Sunnudaginn 12.des – kl 12.30
Aron Friðrik Georgsson -120 kg flokkur
Þetta er fyrsta EM Arons. Aron er jafnframt formaður kraftlyftingadeildar Stjörnunnar. PB: 760 kg

Streymi frá motinu: https://goodlift.info/live1/onlineside.html