Íslensku keppendurnir Helgi Arnar Jónsson og Alexander Örn Kárason stóðu sig frábærlega á HM unglinga í dag.
Helgi keppti í -83 kg flokki, fékk ekki eitt einasta rautt ljós, og bætti sig í öllum greinum. Hann lyfti 235 – 132,5 – 270 = 637,5 kg sem er persónuleg bæting upp á 29,5 kg og dugði honum í 10.sætið. Hnébeygjan og réttstaðan eru ný íslandsmet í flokknum.
Alexander keppti í -93 kg flokki og lenti að lokum í 12.sæti. Í beygju lyfti hann 257,5 kg sem er nýtt íslandsmet í opnum flokki. Á bekknum lyfti hann 190 kg sem er nýtt íslandsmet unglinga og dugði honum til silfurverðlauna á mótinu! Í réttstöðu endaði hann í 262,5 kg eftir að hafa naumlega mistekist með 280 kg. Samanlagt tók hann 710 kg sem líka er persónuleg bæting og nýtt íslandsmet í flokki unglinga.
HÉR MÁ SJÁ HEILDARÚRSLIT.
Við óskum þeim báðum innilega til hamingju með frábæran árangur!