Skip to content

Landsliðslágmörk uppfærð

  • by

Búið er að uppfæra lágmörk fyrir landsliðsþátttöku. Þau taka gildi 1.janúar 2021 og gilda til 1.janúar 2023.
Hér má finna þau.

Keppnisárið 2020 hefur verið óvenjulegt að öllu leyti og ljóst að við þurfum að fara aðrar leiðir en venjulega við val í landsliðið 2021. Það er t.d. varla hægt að gera kröfur um tvö meistaramót á síðustu 12 mánuðum við ríkjandi aðstæður og tækifærin eru ekki mörg fyrir þá sem vilja reyna að ná lágmörkum.   
Stjórn KRAFT hefur ákveðið að kalla eftir tilnefningum í landsliðsverkefni 2021 með sama hætti og venjulega og senda félög inn tilnefningar fyrir 1.nóvember nk. eins og reglur gera ráð fyrir.  Landsliðsnefnd og íþróttastjóri munu síðan fara yfir tilnefningarnar og skoða þær á einstaklingsgrundvelli og gera áætlun, í samráði við viðkomandi um hvernig er raunhæft og best að haga undirbúningi og uppfylla formlegum skilyrðum ef eitthvað vantar upp á. 
Stjórnin mun gera sitt besta við að ráða fram úr þessum málum af sanngirni og veit að keppendur gera sitt besta við að búa sig undir átök á komandi keppnisári sem vonandi verður gott.