Skip to content

ÍM í bekkpressu – skráning hafin

  • by

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótin í opnum flokki í bekkpressu og klassískri bekkpressu.
Mótin fara fram í Garðabæ laugardaginn 24.október nk. í umsjón kraftlyftingadeildar Stjörnunnar.
Skráningarfrestur er til miðnættis 3.október og skal senda skráningu til kraft@kraft.is og lyftingar@stjarnan.is  
Keppnisgjald er 5500 kr og skal greitt inn á 552-26-007004  kt 700410-2180 fyrir miðnætti 10.október. Kvittun skal senda á kraft@kraft.is og skal nafn félags koma fram. Skráning tekur ekki gildi fyrr en gjaldið hefur verið greitt.

Við skráningu skal tekið skýrt fram hvort verið sé að skrá á klassíska mótið eða búnaðarmótið. Taka skal fram nöfn, kennitölur og þyngdarflokka keppenda. Skrá skal nöfn tilnefndra dómara og nöfn allra aðstoðarmanna. Auk þess skal taka fram nafn og símanúmer ábyrgðarmanns skráningar. 
Eingöngu þeir sem eru skráðir fyrirfram fá aðgang að keppnissvæði og upphitun. Vegna fjöldatakmarkanna áskilur KRAFT sér rétt til að takmarka fjölda aðstoðarmanna ef þess þarf. 

Við framkvæmd mótsins verður allt kapp lagt á að tryggja öryggi keppenda og starfsmanna og sóttvarnarreglum fylgt. Félög og keppendur verða þess vegna að búa sig undir að fylgja takmarkanir og hömlur sem kunna að verða settar fyrirvaralítið og verða birtar á kraft.is eins tímanlega og hægt er.