Alexandrea Rán Guðnýjardóttir keppti í dag á heimsmeistaramótinu í bekkpressu sem fer fram í Tókýó, Japan. Alexandrea keppir í klassískri bekkpressu í -57kg flokki unglinga. Hún tók 67,5kg í fyrstu lyftu. Í annari lyftu lyfti hún 72,5kg og bætti þar sinn besta árangur um 2,5kg og í leiðinni íslandsmetið um 2,5kg. Þá var lítið annað að gera en að biðja um 75kg á stöngina sem fóru upp og tryggðu henni bronsverðlaun og nýtt íslandsmet í leiðinni.
Kraftlyftingasamband Íslands óskar henni innilega til hamingju með árangurinn.
Þá hafa allir íslensku keppendurnir lokið keppni á HM í klassískri bekkpressu. María Guðsteinsdóttir mun svo keppa í búnaðarbekkpressu á miðvikudaginn.