Heimsmeistaramótið í kraftlyftingum er í fullum gangi í Halmstad, Svíþjóð. Í dag mættu til leiks tveir keppendur frá Íslandi, þau Sóley Margrét Jónsdóttir og Viktor Samúelsson.
Sóley lyfti í +84kg flokki kvenna. Hún lyfti 232,5kg í hnébeygju, 132,5kg í bekkpressunni og lauk svo deginum á 200kg deddi. Með þessu setti hún nýtt íslandsmet í bekkpressu í stúlkna og unglingaflokki. Lauk hún því mótinu með 565kg í samanlögðu. Þess má einnig geta að Sóley var yngsti keppandinn í sínum flokki.
Kraftlyftingasamband Íslands óskar henni til hamingju með árangurinn!
Eftir hádegi mætti svo til leiks í -120kg flokknum Viktor Samúelsson. Viktor mætti til leiks sterkur og einbeittur. Hann lyfti 382,5kg í hnébeygjunni, 307,5kg í bekkpressunni og lokaði deginum á 305kg réttstöðulyftu. Þetta gaf honum 995kg í samanlögðu. Flottur árangur.
Kraftlyftingasamband Íslands óskar honum til hamingju með árangurinn!
Kraft hvetur svo alla lesendur til þess að fylgjast með á morgun á http://powerlifting.sport klukkan 11 þar sem Júlían JK Jóhannsson mætir fílefldur til leiks. Júlían er með óopinbert heimsmet í réttstöðu og hann mun eflaust leitast eftir að gera það opinbert á morgun!