Skip to content

Ragnheiður með nýtt íslandsmet

  • by

Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir keppti í dag á HM í klassískum kraftlyftingum sem er haldið í Calgary, Kanada. Ragnheiður keppir í -57kg flokki og eins og alltaf þá var stefnan sett á bætingar. Hún lyfti 127,5kg í hnébeygjunni og bætti þar með íslandsmetið sitt. Í bekkpressunni lyfti hún 80kg en meiddist í baki við þá lyftu. Hún ákvað að reyna við 82,5kg en það var ekki inni í dag. Hún lækkaði því aðeins opnunarlyftuna í réttstöðulyftunni en endaði á því að lyfta 150kg sem er ekki langt frá hennar besta. Hún lauk því mótinu með 357,5kg í samanlögðu.

Kraftlyftingasamband Íslands óskar henni til hamingju með árangurinn!

Ragnheiður Kr með nýtt íslandsmet!

Á morgun keppir svo Arnhildur Anna Árnadóttir í -72kg flokknum. Hún hefur keppni klukkan 19:00 á íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með henni í beinni útsendingu hér. Kraft óskar henni góðs gengis og hvetur sem flesta til þess að horfa á hana lyfta.