Skip to content

ÍM unglinga og öldunga í kraftlyftingum og bekkpressu – Úrslit

Íslandsmót unglinga og öldunga í kraftlyftingum og bekkpressu voru haldin um helgina á Akranesi. Það var mikill andi í þeim sem mættu og lyftu.

Kraftlyftingar

Í kvennaflokki -57kg masters I mætti María Guðsteinsdóttir úr Ármanni  sterk til leiks. Hún lyfti 137,5kg í hnébeygju sem er nýtt íslandsmet í masters I flokki. Í bekkpressunni lyfti hún 77,5kg sem er einnig nýtt íslandsmet í masters I flokki. Hún endaði svo daginn á því að lyfta 168,5kg í réttstöðulyftunni sem er nýtt íslandsmet í opnum flokki. Þetta gaf henni samanlagt 383,5kg sem er nýtt íslandsmet í masters I og 445 wilks stig.

Í karlaflokki vann Guðfinnur Snær Magnússon úr Breiðabliki. Guðfinnur er alltaf hungraður í bætingar og mætti í anda eins og alltaf. Hann lyfti 350kg í hnébeygjunni. Kláraði bekkpressuna í 250kg og togaði svo 275kg upp í réttstöðulyftunni. Þetta gaf honum 875kg í samanlögðu og 486,3 wilks stig.

Bekkpressa

Í bekkpressunni mætti Svavar Örn Sigurðsson til leiks og lyfti þar 155kg. Hann besta bekkpressa til þessa og því um persónulegar bætingar að ræða.

Full úrslit úr mótunum má sjá hér:

KRAFT ÍM unglinga og öldunga í kraftlyftingum

KRAFT ÍM unglinga og öldunga í bekkpressu