Laufey Agnarsdóttir keppti í dag á EM öldunga í -84kg flokki master I og lét heldur betur til sín kveða og vann til gullverðlauna í bekkpressunni. Hún setti persónulegt met í hnébeygju þegar hún lyfti 137,5kg. Í bekkpressunni lyfti hún 92,5kg sem eins og áður sagði dugði henni til gullverðlauna og kláraði svo mótið á 152,5kg réttstöðulyftu.
Samanlagt gaf þetta henni 382,5kg sem skilaði henni 5. sæti í hennar þyngdarflokki.
Glæsilegur árangur, til hamingju Laufey!