Skip to content

HM í kraftlyftingum hafið: Viktor keppir á föstudag og Júlían á laugardag

  • by

Heimsmeistaramótið í kraftlyftingum, sem fram fer í Pilsen í Tékklandi, hófst í gær með keppni í léttustu flokkum karla og kvenna. Mótinu lýkur á laugardaginn með keppni í yfirþungavigt karla. Frá Íslandi eru mættir tveir keppendur, þeir Viktor Samúelsson (-120 kg fl.) og Júlían J. K. Jóhannsson (+120 kg fl.).

Viktor keppir í -120 kg fl. kl. 15:00 á föstudaginn. Það er útlit fyrir að baráttan um að komast á pall í -120 kg flokki verði hörð. Ef Viktori tekst að raða saman sínum bestu lyftum í hverri grein á hann góðan möguleika á að á pall. Þetta er í annað sinn sem Viktor keppir á HM í opnum flokki. Á síðasta ári hafnaði hann í sjötta sæti með 1000 kg í samanlögðum árangri.

Júlían keppir í +120 kg fl. kl. 11:00 10:00 á laugardaginn. Hann er í svipuðum sporum og Viktor, ef hann nær að kalla fram það besta á hann góða möguleika á verðlaunasæti í samanlögðu. Hann mun jafnframt gera tilraun til að verja gullið í réttstöðulyftu frá því í fyrra. Þá sigraði hann réttstöðuna á nýju heimsmeti unglinga þegar hann lyfti 380 kg. Í samanlögðum árangri hafnaði hann í fimmta sæti með 1070 kg.

Bein útsending