Evrópumeistaramótið í kraftlyftingum í opnum flokki og ungmennaflokkum hefst á morgun og stendur yfir til 14. maí. Mótið er haldið í Málaga á Spáni.
Sjö Íslendingar munu keppa, og þar af fjórir í opnum aldursflokki. Keppendurnur eru:
Sóley Jónsdóttir, sem keppir í +84 kg flokki telpna. Sóley er sú fyrsta til að stíga á keppnispallinn, en keppni í öllum þyngdarflokkum telpna hefst kl. 8:00 á mánudag; Kara Gautadóttir, sem keppir í -57 kg unglinga. Keppni í hennar þyngdarflokki hefst kl. 09:00 á þriðjudaginn; Guðfinnur Snær Magnússon, sem keppir í +120 kg fl. unglinga. Hann hefur keppni kl. 12:30 á miðvikudaginn; Hulda B. Waage, sem keppir í -84 kg fl., og Árdís Ósk Steinarsdóttir, sem keppir í +84 kg fl, hefja keppni kl. 09:00 á laugardaginn; Viktor Samúelsson, sem keppir í -120 kg fl., og Júlían J. K. Jóhannsson, sem keppir í +120 kg fl. hefja keppni kl. 10:30 á sunnudaginn.
Nánari upplýsingar og bein útsending með úrslitum