Grétar Skúli Gunnarsson vann til bronsverðlauna í 120,0+ kg flokki á Norðurlandamóti unglinga í Svíþjóð í dag.
Hann lyfti samtals 740,0 kg.
Í hnébeygju gekk honum ekki sérlega vel. Hann fékk samtals tvö hvít ljós í öllum beygjunum, en sem betur fer voru þau bæði í sömu lyftunni! Hann kláraði byrjunarþyngdina 270 kg, en mistókst tvisvar með 290 kg. Í bekknum opnaði hann á 190 kg og tók svo 200 kg sem er nýtt Íslandsmet unglinga. 210 kg reyndist of þungt í þriðju tilraun. Í réttstöðunni tók hann 270 í fyrstu tilraun, en nú var þreytan farin að segja til sín og mistókst honum tvisvar með 300 kg.
Við óskum honum til hamingju með verðlaunin og Íslandsmetið.
Sigurvegari í flokknum var norðmaðurinn Niklas Zellin með 880 kg.
Heildarúrslit
Það er lærdómsríkt að taka þátt í slíku móti og Grétar kemur heim með reynslu sem fáir af hans jafnöldrum hefur. Nú er málið að læra af henni og nýta sér hana í áframhaldandi bætingar.
Við óskum þeim félögum Grétari og Rúnari góðrar ferðar heim með verðlaunapeninginn í farteskinu.