Rósa Birgisdóttir (STO) var í dag síðust íslenskra keppenda til að stíga á pallinn í Danmörku á Evrópumeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum, þar sem hún keppti í +84 kg flokki. Hún átti góðan dag og hafnaði í 4. sæti.
Rósa fór í gegnum hnébeygjuna með fullt hús hvítra ljósa og lyfti mest 160 kg. Í bekkpressu fékk hún 90 kg opnunarlyftu ógilda vegna tæknivillu. Hún tók svo sömu þyngd örugglega í annarri tilraun, en 92,5 kg í þeirri þriðju reyndist of mikið í dag. Í réttstöðunni lyfti hún 165 kg í fyrstu tilraun og 170 kg í annarri tilraun. Í þriðju tilraun reyndi hún við 177,5 kg sem fór ekki lengra en upp að hnjám. Samanlagður árangur Rósu, 420 kg, landaði henni 4. sætinu í flokkum.
Sigurvegari flokksins var Svíinn Emelie Pettersson með 547,5 kg.
Við óskum Rósu til hamingju með árangurinn!