Skip to content

Úrslit Reykjavík International Games 2017

Heildarúrslit WOW Reykjavík International Games 2017 eru komin á vefinn! Samantekt frá mótinu verður svo sýnd á RÚV kl. 22:20 í kvöld.

Í kvennaflokki sigraði Kimberly Walford löndu sína Jennifer Thompson örugglega, með 533,52 Wilks-stig. Kimberly lyfti samtals 535,5 kg og sló m.a. eigið heimsmet í réttstöðulyftu, 243 kg í 72 kg fl!

Karlaflokkinn sigraði Finninn Sami Nieminen með 483,20 Wilks-stigum, rúmum 13 stigum meira en Ármenningurinn Júlían J.K. Jóhannsson sem hafnaði í öðru sæti.

Andinn virðist hafa verið með mönnum í höllinni því tveir keppendur til viðbótar við Kimberly settu heimsmet og tveir aðrir tveir settu Evrópumet. Júlían sló Evrópumetið í +120 kg fl. í réttstöðulyftu þegar hann lyfti 365 kg; Hin efnilega Sóley Jónsdóttir frá Akureyri sló Evrópumet stúlkna (U18) í +84 kg fl. í hnébeygju þegar hún lyfti 170 kg; Hin breska Joy Nnamani bætti heimsmetið í 57 kg fl. um 0,5 kg þegar hún lyfti 190,5 kg. Ofurbekkpressarinn frá Bandaríkjunum, Jennifer Thompson, sló svo heimsmet í öllum tilraunum sínum á bekknum. Hún endaði á því að lyfta 144 kg sem er heimsmet í 72 kg fl. í bekkpressu í þríþraut og í bekkpressu sem stakri grein!

Úrslit í kvennaflokki:

# Name Team W.Class B.Weight RESULT W.Points
Open
1 Walford Kimberly United States -72kg 69,85 535,5 533,52
2 Thompson Jennifer United States -72kg 63,15 471,5 505,45
3 Nnamani Joy Great Britain -57kg 55,80 415,5 490,25
4 Sigurdardottir Ragnheidur Kr. Iceland -57kg 56,20 352,5 413,59
5 Arnadottir Arnhildur Anna Iceland -72kg 70,95 405,0 399,21
6 Becker Birgit Ros Iceland -72kg 71,25 395,0 388,25
7 Jonsdottir Soley Margret Iceland 84+kg 96,65 417,5 351,33
8 Gudlaugsdottir Alexandra Iceland -84kg 72,20 337,5 328,79
9 Birgisdottir Rosa Iceland 84+kg 136,55 420,0 328,10

Úrslit í karlaflokki:

# Name Team W.Class B.Weight RESULT W.Points
Open
1 Nieminen Sami Finland -74kg 73,35 667,5 483,20
2 Johannsson Julian J.K. Iceland 120+kg 164,00 860,0 469,73
3 Samuelsson Viktor Iceland -120kg 118,95 807,5 465,20
4 Gudnason Einar Orn Iceland -105kg 104,45 737,5 441,54
5 Gulyas Adam Ferenc Hungary -120kg 108,30 715,0 422,85
6 Fridriksson Ingvi Orn Iceland -105kg 102,10 657,5 396,93
7 Georgsson Aron Fridrik Iceland -120kg 117,95 667,5 385,35