Skip to content

Viktor Samúelsson – Íþróttakarl Akureyrar 2016

  • by
Viktor Samuelsson, íþróttakarl Akureyrar, og móðir Bryndísar Rún Hansen, íþróttakonu Akureyrar.

Viktor Samuelsson, íþróttakarl Akureyrar, ásamt móður Bryndísar Rúnar Hansen, íþróttakonu Akureyrar.

Kraftlyftingamaðurinn Viktor Samúelsson hefur verið kjörinn íþróttakarl Akureyrar 2016. Kjörinu var lýst í gærkvöldi við veglega athöfn í hófi á vegum ÍBA og Frístundaráðs Akureryrar sem haldið var í Hofi. Þetta er í fyrsta sinn sem kjör íþróttamanns Akureyrar er kynjaskipt, en á síðasta ári var Viktor kjörinn íþróttamaður Akureyrar.

Árið 2016 var hans síðasta í unglingaflokki. Hann hefur átt frábært keppnisár innanlands sem utan bæði í unglingaflokki og opnum flokki. Á árinu sló hann ótal Íslandsmet og nokkur Norðurlandamet. Af afrekum Viktors má helst nefna gullverðlaun á EM U23 í bekkpressu, silfurverðlaun á HM U23 í bekkpressu, bronsverðlaun á HM U23 í kraftlyftingum, sjötta sætið á HM í opnum flokki og áttunda sæti á heimslistanum í -120 kg fl.

Við óskum Viktori til hamingju með þennan mikla heiður!