Skip to content

Afreksstyrkjum úthlutað

  • by

ÍSÍ kynnti á blaðamannafundi í dag úthlutun afreksstyrkja fyrir árið 2017, en samtals var úthlutað 150,450,000.
Kraftlyftingasambandinu var úthlutað 6,6 milljónir til landsliðsverkefna, fræðslu og fagteymis og til landsliðsverkefna Júlíans, Fanneyjar og Viktors.

Afrekssjóður hefur fengið mjög aukið framlag eins og kunnugt er og er unnið að endurskoðun styrkjakerfisins frá grunni til að tryggja að féð nýtist sem best Kraftlyftingasambandið ásamt öðrum sérsamböndum koma að þeirri vinnu og verða afreksmál eflaust mjög til umræðu á íþróttaþingi 2017.
Afreksstefna KRAFT er lika í endurskoðun og verður lögð fyrir á Kraftlyftingaþingi 2017