Skip to content

Dagfinnur Ari Normann – Íþróttakarl Garðabæjar 2016.

  • by

dagfinnurDagfinnur Ari Normann hefur verið valinn íþróttakarl Garðabæjar en hann veitti viðurkenningunni viðtöku við hátíðlega athöfn í Ásgarði. Dagfinnur sem var að keppa á sínu síðasta ári sem unglingur, átti gott kraftlyftingaár. Hann hreppti á árinu þriðja sætið á Norðurlandamóti unglinga í klassískum kraftlyftingum og varð í öðru sæti í unglingaflokki á Evrópumótinu í bekkpressu. Á heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum náði hann jafnframt góðum árangri, sér í lagi í bekkpressunni. Á innanlandsvettvangi varð Dagfinnur bikarmeistari í kraftlyftingum og íslandsmeistari í klassískum kraftlyftingum, ásamt því að setja fjölmörg íslandsmet, bæði í unglinga- og opnum flokki.

Innilega til hamingju, Dagfinnur!