Skip to content

HM í klassískum hefst á sunnudag

  • by

HM í klassískum 2016 - logoDagana 19.-26. júní fer fram Heimsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum í opnum og aldurstengdum flokkum. Mótið er að þessu sinni haldið í borginni Killeen í Texas, Bandaríkjunum.

Fjórir Íslendingar eru meðal keppenda. Fyrst Íslendinga til að stíga á keppnispallinn verður Sigríður Dagmar Agnarsdóttir sem keppir á sunnudaginn, 19. júní, í -57 kg öldungaflokki III. Laufey Agnarsdóttir keppir svo á mánudaginn, 20. júní, í -84 kg öldungaflokki I. Fimmtudaginn, 23. júní, keppir Dagfinnur Ari Normann í -83 kg ungmennaflokki. Það er svo á föstudaginn, 24. júní, sem Birgit Rós Becker keppir í -72 kg opnum flokki.

Keppendalistar, nánari upplýsingar og bein útsending frá mótinu er og verður að finna á http://goodlift.info/live.php.