Skip to content

Fanney heimsmeistari í klassískri bekkpressu

Mynd af Fanneyju Hauksdóttur á verðlaunapalliFanney Hauksdóttir lauk rétt í þessu keppni á fyrsta heimsmeistaramótinu í klassískri bekkpressu, þar sem hún keppti í -63 kg flokki kvenna. Fanney sigraði sinn þyngdarflokk með yfirburðum og er þar með heimsmeistari í klassískri bekkpressu.

Fanney var örugg með sigurinn allt frá fyrstu lyftu. Hún opnaði á 102,5 kg, sem gaf henni strax 20 kg forskot á næsta keppanda. Í annarri tilraun jafnaði hún auðveldlega sitt eigið Íslandsmet með 105 kg. Í þriðju tilraun klikkaði Fanney svo á 110 kg, sem hefði mögulega komið henni í hóp þriggja stigahæstu kvenna mótsins. Lokaniðurstaðan var því 105 kg, eða 25 kg meira en Svíinn Karolina Arvidson, sem lenti í öðru sæti, tók.

Fanneyju er óskað til hamingju með frábæran árangur!