Baráttan gegn ólöglegri lyfjanoktun er forgangsverkefni hjá KRAFT og IPF, um það þarf enginn að velkjast í vafa. Þetta eru sambönd þeirra sem vilja leggjast á eitt um að reka af kraftlyftingum slyðruorðið og sýna heiminum að þetta er íþrótt sem hægt er að stunda eins og aðrar íþróttagreinar – án þess að treysta á lyfjagjöf til að efla sig.
Mjög gott samstarf hefur verið á árinu milli KRAFT og lyfjaeftirlitsins sem hefur mætt á flest mót hjá okkur og tekið sýni.
Lyfjaeftirlitið hefur birt lista WADA 2011 um bönnuð lyf og aðferðir í íslenskri þýðingu.
Finna má hann og tengla á aðrar síður um sama efni her: http://kraftis.azurewebsites.net/um-kraft-2/lyfjavefur/
Ef þú þarft að nota lyf að staðaldri skaltu athuga hvort þú þurfir að sækja um undanþágu. Öllum spurningum um lyfjamál er best að beina til lyfjaeftirlitsins beint. Hver íþróttamaður ber ábyrgð á sjálfum sér í þessum málum.